Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri DV, er hætt á blaðinu. Fram kemur í netritinu Kjarnanum að hún sé fimmti starfsmaður DV sem hafi hætt í kjölfar þess að ný stjórn tók við útgáfufélagi blaðsins og setti Reyni Traustason ritstjóra frá og réð Hallgrím Thorsteinsson sem ritstjóra.

Óánægja í röðum blaðamanna í kjölfar hræringanna urðu til þess að DV kom ekki út í dag .

Á meðal annarra blaðamanna sem hafa hætt eru þau Aðalsteinn Kjartansson og Viktoría Hermannsdóttir , sem hafa farið yfir til 365. Kjarninn segir þau hafa skrifað uppsagnarbréf sín á servíettur og afhent Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra DV.