*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 6. desember 2018 08:20

Advania færir Landsbjörg tölvu

Tölvan er af gerðinni Dell Extreme Rugged og er hönnuð fyrir einstaklega krefjandi aðstæður.

Ritstjórn
Guðbrandur Örn Arnarsson ( til hægri) fer fyrir aðgerðarmálum Landsbjargar og tók við tölvunni frá Guðmundi Zebitz, vörustjóra notendabúnaðar hjá Advania.

Tölvan er af gerðinni Dell Extreme Rugged og er hönnuð fyrir einstaklega krefjandi aðstæður. Hún þolir mikinn raka, kulda, högg og hita. Hún verður hluti af búnaði í færanlegri stjórnstöð landsstjórnar Landsbjargar og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar.

Samkvæmt Guðmundi Zebitz, vörustjóra notendabúnaðar hjá Advania, gæti tölvan farið í uppþvottavél og virkað prýðilega eftir þvottinn. 

„Fyrir björgunarsveitir skiptir miklu máli að búnaður sé sterkur, áreiðanlegur og þoli óblíð náttúruöfl. Landsstjórn björgunarsveita getur þurft að starfa við erfiðustu aðstæður sem Ísland hefur uppá að bjóða og mun búnaðurinn frá Advania nýtast okkur vel,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson sem fer fyrir aðgerðarmálum Landsbjargar.

Dell tölvan uppfyllir kröfur bandaríska varnarmálaráðuneytisins um að standast svokallaðar MIL-STD-810G og MIL-STD-461F prófanir. Hún er með tvöfaldri nettengingu og getur tengst nýjum og gömlum tækjabúnaði björgunarsveitanna.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is