Advania og Samskip hafa undirritað samning um innleiðingu á nýrri kynslóð mannauðslausna og samstarf við þróun þeirra.

Samskip mun taka í notkun nýjar útgáfur af tímaskráningarkerfinu Bakverði og mötuneytiskerfinu Matráði sem munu auka möguleika stjórnenda á tölulegum samanburði og greiningu mannauðstengdra kennitalna á borð við veikindi og yfirvinnu. Samskip mun síðan í haust taka upp notkun á vaktakerfinu Vinnu.

Samningurinn kveður auk þess á um að Advania og Samskip munu í sameiningu vinna að þróun tenginga og samvirkni milli Bakvarðar og H3- ráðninga.