*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Fólk 11. maí 2020 10:50

Advania ræður Berenice Barrios

Berenice Barrios hefur verið ráðin til Advania til að stýra nýju sviði sem annast sölu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.

Ritstjórn
Berenice Barrios kemur frá Origi til Advania.
Aðsend mynd

Berenice Barrios hefur verið ráðin til að leiða samstarf Advania við Microsoft og á hún að tryggja að þjónusta við viðskiptavini Advania verði enn betri. Hún hefur starfað við sölu og ráðgjöf á Microsoft-vörum undanfarinn áratug og hefur á þeim tíma sex sinnum unnið til verðlauna frá Microsoft.

Í þeim öru breytingum sem orðið hafa á vinnutilhögun fólks að undanförnu, segir Advania að Microsoft-lausnir hafi leikið stórt hlutverk í að halda starfsemi fyrirtækja gangandi. Íslensk fyrirtæki hafi þannig í auknum mæli nýtt sér lausnir frá þessum stærsta samstarfsaðila Advania.

Berenice er fædd og uppalin í Mexíkó þar sem hún lauk BA-gráðu í markaðsfræði og öðlaðist fjölbreytta reynslu úr upplýsingatæknigeiranum.

Hún flutti til Íslands fyrir sex árum síðan og hefur starfað hjá Origo undanfarin fimm ár, síðast sem vörustjóri Microsoft-lausna. Þar á undan vann hún hjá Groupo Scanda í Mexíkó-borg við leyfismál, innleiðingu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.

„Það er mikill fengur að fá Berenice til liðs við Advania með þekkingu og reynslu sem mun koma viðskiptavinum fyrirtækisins vel,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Stikkorð: Microsoft Advania Origo Bernice Barrios