Til skoðunar er hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Advania að reisa nýtt 2.000 fermetra gagnaver. Heildarfjárfestingin gæti numið 2-3 milljörðum króna. Fram kemur í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti, að nokkrar lóðir komi til greina.

Advania rekur gagnaverið Thor Data Center í Hafnarfirði. Það er 2.000 fermetrar og kaupir það orku af HS Orku. Svo kann jafnvel að fara að gagnaverið þar verði stækkað.

Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, framkvæmdastjóra hjá Advania, að eftirspurn eftir hýsingu hafi á undanförnum mánuðum verið mun meiri en áætlanir hafi gert ráð fyrir.