Advania, áður Skýrr, tapaði 88 milljónum króna í fyrra. Ekki er hægt að bera afkomuna saman við árið á undan en um mitt síðasta ár sameinaðist Skýrr Teymi. Sameinuð fyrirtæki tóku upp nýtt nafn, Advania, rétt eftir áramótin. Uppgjörið var kynnt á aðalfundi félagsins fyrir stundu.

Í uppgjörinu kemur fram að tekjur hafi numið 24,5 milljörðum króna í fyrra samanborið við 22,1 milljarð árið á undan ef miðað er við sambærilegan rekstur. Það jafngildir 11% vexti á milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam tæpum 1,1 milljarði króna samanborið við 790 milljóna króna hagnað árið á undan. Það er 35% vöxtur.

Afkoman jafngildir 17 aura tapi á hlut í fyrra.

Eigið fé Advania-samstæðunnar í lok síðasta árs nam 3,5 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfallið 21,4%.

Ársskýrsla og uppgjör Advania