Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpað bandarísku þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu í nótt.  Ávarpið var stutt, tæpar 15 mínutur og ræddi forsetinn aðeins eitt mál.

Obama sakaði repúblíkana um að stefna fjárhag bandaríska ríksins í voða og valda djúpri efnahagslægð með því að hindra hækkun þaks á skuldum alríkissjóðins.  Fjármálaráðuneytið hefur ítrekað sagt að þakið þurfi að hækka fyrir 2. ágúst, annars blasi greiðslufall við alríkissjóðnum.

Repúblíkanar, sem eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, segjast ekki munu samþykkja hækkun þaksins nema ríkisútgjöld verði skorin niður. Obama vill ekki aðeins skera niður heldur einnig hækka skatta. Á það hafa repúblíkanar ekki fallist.

Obama sagðist gera þá kröfu til oddvita flokkanna tveggja í öldungardeildinni að finna málamiðlun í deilunni. Hann sagðist bjartsýnn á niðurstöðu.

Obama hvatti kjósendur til að láta rödd sína heyrast og þrýsta á lausn málsins.