Útflutningstekjur af æðadúni námu rúmum 612 milljónum árið 2013, þegar 3,2 tonn af dún voru flutt út. 800 kíló voru seld út fyrst þrjá mánuði ársins.

Guðrún Gauksdóttir formaður Æðaræktarfélag íslands segir í samtali við Morgunblaðið í dag að árið í fyrra sé í fjórða sinn sem útflutningur nam meira en 3 tonnum og annað árð í röð sem útflutningstekjurnar voru yfir hálfur milljarður króna.

„Þetta hefur alltaf gengið í sveiflum en við höfum átt mjög góð ár undanfarið og útlitið er gott fyrir þetta ár líka,“ segir Guðrún.