Hlutabréf í rússneska flugfélaginu Aeroflot hækkuðu um fjögur prósent í gær eftir að rússneska fréttastofan Interfax greindi frá því að félagið hefði sagt sig frá slagnum um 49,9% hlut í ítalska flugfélaginu Alitalia. Talsmaður rússneska flugfélagsins vildi ekki staðfesta frétt Interfax, en ef rétt reynist þá þýðir þetta að AP Holding SpA er eina félagið sem hefur lagt fram tilboð í hluta ítalska ríkisins í Alitalia flugfélaginu sem er til sölu. AP Holding er móðurfélag Air One, næst stærsta flugfélags Ítalíu.