Aðeins eitt fyrirtæki lagði fram tilboð í tíðniheimild til starfrækslu farsímanets á núverandi NMT tíðnisviði. Fyrirtækið Nordisk Mobil Ísland ehf. virðist því líklegast til að hreppa hnossið.

Tilboðið var opnað að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla. Útboðið var auglýst 7. mars 2007.
Tíðniheimildin gildir fyrir allt landið og felur í sér eftirfarandi tíðnisvið: 452,9875 - 457,4875 MHz / 462,9875 ? 467,4875 MHz (2 x 4,5 MHz)