Eftir því sem komist verður næst verður aðeins eitt íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki á stærstu tölvusýningu í Evrópu, CeBit í Hannover í Þýskalandi, nú í byrjun mars. Fyrirtækið sem þar verður er Stiki sem selur meðal annars búnað á sviði upplýsingaöryggis.

Sýningin stendur yfir í heila viku. Að sögn Svönu Helenu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Stika, eru þau þegar búin að bóka fjöldann allan af fundum við samstarfsaðila, viðskiptavini og fleiri sem áhuga hafa á hugbúnaði Stika RM Studio.

Á þessu ári verður í fyrsta sinn sérstök sýningarhöll fyrir aðila sem starfa á sviði upplýsingaöryggis, en þar erum Stiki einmitt með sína sýningaraðstöðu.