Frá lokun markaða í gær og til opnunar í morgun átti sér stað tvær talnabirtingar um þróun utanríkisviðskipta, segir greiningardeild Kaupþings banka. En aðeins önnur þeirri skiptir máli, að mat greiningardeildarinnar.

?Sú fyrri fjallaði um viðskiptajöfnuð á þriðja ársfjórðungi og sýndi töluvert meiri halla en búist var við. Upplýsingagildi þessara talna er þó afar takmarkað því aukinn hallinn skýrist einkum af neikvæðum þáttajöfnuði eða arðgreiðslum til íslenskra eignarhaldsfélaga sem eru skráð í útlöndum.

Hallinn segir því lítið um stöðuna í þjóðarbúskapnum eða gjaldeyrisflæði til og frá landinu þar sem þessum arðgreiðslum var samtímis endurfjárfest hérlendis og þetta er því fyrst og fremst bókhaldslegt atriði,? segir greiningardeildin.

Hún segir að síðari talnabirtingin fjalli um að vöruskiptajöfnuð í nóvember sýni mun meiri halla heldur en gert var ráð fyrir.

?Þetta eru öllu meiri tíðindi því síðustu mánuði hafði vöruskiptahallinn verið að ganga saman og aukningin nú bendir til þess að komandi jólavertíð verði töluvert mikil neysluhátíð. Það gæti m.a. stafað af því að gengishækkun krónunnar í október hafi verkað sem neysluhvati,? segir greiningardeildin.

Líkur á vaxtahækkun

?Í svo litlu og opnu hagkerfi sem hinu íslenska segja innflutningstölur töluvert um þróun efnahagsstærða. Því er ljóst að aukinn vöruskiptahalli í október er vísbending um þráláta þenslu sem kann að hafa aukið líkur á vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans á auka vaxtaákvörðunarfundi sem var ákveðinn þann 21. desember næstkomandi

Raunar mátti skilja af síðustu Peningamálum Seðlabankans frá 2. nóvember síðastliðnum að vaxtahækkun væri yfirvofandi ef næstu hagtölur fram að 21. desember sýndu ekki fram á skýra þensluhjöðnun í efnahagslífinu. Vöruskiptajöfnuður er að vísu aðeins ein talnabirting af nokkrum sem hafa hér áhrif, en auk þess mætti telja næstu verðbólgumælingu þann 12. desember og tölur um hagvöxt á þriðja ársfjórðungi sem koma næsta dag á eftir,? segir greiningardeildin.

Krónan veikist

Gengi krónunnar lækkaði um 1,1% í dag og var gengisvísitalan í 125 stig við dags. ?Eftir lokun markaða í gær birti Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnuð við útlönd fyrir 3. ársfjórðung og sýndu tölurnar methalla á viðskiptum við útlönd.

Gengi krónunnar brást ekki við með neinum látum í dag þrátt fyrir að ójafnvægi við útlönd aukist enn og viðskiptahallinn stefnir í að hann verði stærri en 20% af VLF sem spá Greiningardeildar gerði ráð fyrir,? segir greiningardeildin.