Fram að síðustu helgi ráku 19 sparisjóðir 61 þjónustustaði/útbú um land allt. Ljóst er að þeim mun fækka um leið og eignarhald þeirra er að breytast.

Af 19 sjóðum (Spron þar meðtalið) er að sögn Gísla Jafetssonar hjá Samtökum sparisjóða gert ráð fyrir að allir nema tveir sjóðir sæki um framlag úr ríkissjóði til styrktar eiginfjárstöðu þeirra.

Fall Spron gerir það að verkum að framlagið verður mun lægra en ella, en miðað við eiginfjárstöðu sjóðanna hefði mátt ætla að framlagið yrði 25 milljarðar króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .