Með afskráningu Þormóðs ramma-Sæbergs hf.,sem tilkynnt var um í dag, og afskráningu Samherja, verða aðeins tvö sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllinni; HB Grandi og Vinnslustöðin. Alls hafa 12 sjávarútvegsfyrirtæki verði tekinn af hlutabréfamarkaði frá árinu 2001 og verða 14 þegar Þormóður rammi-Sæberg og Samherji hverfa á brott.

Auk þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja eru hlutabréf sölufyrirtækjanna tveggja, SÍF og SH, skráð á aðallista Kauphallainnar. Þá eru hlutabréf Fiskmarkaðar Íslands einnig á aðallista, en lítil viðskipti eru með þau bréf. Á tilboðsmarkaðinum eru hlutabréf Fiskeldis Eyjafjarðar.

Markaðsvirði Samherja og Þormóðs ramma, sem hverfa senn úr Kauphöllinni er samtals liðlega 24 þúsund milljónir króna.

Alls hafa 12 sjávarútvegsfyrirtæki verið tekinn af hlutabréfamarkaði frá árinu 2001:.

Loðnuvinnslan hf2002

Skagstrendingur hf. 2002

Haraldur Böðvarsson hf. 2002

Útgerðarfélag Akureyringa hf 2002

SR-mjöl hf. 2003

Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. 2003

Eskja hf. 2004

Guðmundur Runólfsson hf. 2004

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. 2004

Síldarvinnslan hf. 2004

Tangi hf. 2005

Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 2005

Samherji 2005

Þormó rammi-Sæberg 2005