Írska ríkisrekna flugfélagið Aer Lingus mun tilkynna í dag um stóran samning um kaup á flugvélum sem félagið hefur gert við evrópska flugvélaframleiðandann Airbus. Dow Jones-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sem vel þekkir til stöðu mála. Á sama tíma sagði framkvæmdastjóri Airbus, Louis Gallois, að hann byggist við því að að ný pöntun myndi fljótlega berast í A350 XWB þotu félagsins. Hann vildi hins vegar ekki greina frá því hver viðskiptavinurinn væri.