Helstu verkefni nýrrar ríkisstjórnar Japans er að kynda undir vöxt í þessu þriðja stærsta hagkerfi heimsins. Þetta er þriðja kreppa landsins frá aldamótum. Samkvæmt nýbirtum tölum heldur hagkerfið áfram að veikjast.

Framleiðsla minnkaði en eftirspurn eftir útflutningsvörum Japans hefur minnkað jafnt og þétt. Minnkandi eftirspurn má rekja til skuldakreppunnar í Evrópu en einnig að mörgu leyti til sterks gengis jensins gagnvart dollar. Hins vegar hefur gengi jensins lækkað um rúmlega 10% frá því í október og er talið að það muni leika lykilhlutverki í vexti hagkerfisins.

Mikill þrýstingur er á seðlabankastjóra Japans um að hækka verðbólgumarkmið Seðlabankans í 2% en í dag er það 1%. Verðhjöðnun hefur lengi verið vandamál og í kosningabaráttunni sagði nýi forsætisráðherrann, Shinzo Abe, að Seðlabankinn ætti að prenta ótakmarkað mikið af jenum til þess að hækka verðlag.