Í dag var Aerocrine, smærra félag í heilbrigðisgeiranum, skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Aerocrine er fertugasta* félagið sem er skráð í Nordic Exchange á þessu ári að því wer kemur fram í frétt Kauphallarinnar.


Aerocrine AB er tæknifyrirtæki á læknisfræðilegu sviði og er leiðandi í þróun tækja sem mæla bólguvaldandi efni í útöndunarlofti. Félagið er að mestu leyti með einkaleyfi á framleiðslu sinni, þar á meðal ellefu einkaleyfi sem samþykkt eru í Bandaríkjunum og auk þess eru fleiri í afgreiðslu. Aerocrine var stofnað árið 1997 af vísindamönnum við Karolinska Institute í Svíþjóð og eru höfuðstöðvar þess í Stokkhólmi.


?Það er afar ánægjulegt að bjóða Aerocrine velkomið í OMX Nordic Exchange. Með skráningu félagsins aukast möguleikar fjárfesta á að fjárfesta í heilbrigðisgeiranum umtalsvert,? segir Jenny Rosberg, forstjóri OMX Company Services.