*

föstudagur, 18. september 2020
Erlent 6. janúar 2020 19:01

Aeromexico semur við Boeing

Áfram bætist í hóp flugfélaga sem náð hafa samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar 737 MAX vélanna.

Ritstjórn
epa

Mexíkóska flugfélagið Aeromexico og Boeing hafa náð samkomulagi um bætur vegna kyrrsetningar 737 MAX véla vélagsins. Þetta kemur fram í frétt Reuters

Bætist flugfélagið í hóp annarra félaga sem náð hafa samkomulagi við Boeing vegna vélanna en í síðasta mánuði höfðu bæði Southwest Airlines og Turkish Airlines náð samkomulagi við Boeing. Þá hefur Icelandair einnig tvisvar gert samkomulag við Boeing. 

Líkt og í tilfelli hinna flugfélaganna gaf Aeromexico ekki upp hve há bótaupphæðin sé en greindi þó frá því að það ætti í áframhaldandi viðræðum við Boeing. Í tilfelli Turkish Airlines hafði tyrkneska dagblaðið Hurriyet greint frá því að upphæðin sem félagið hafði fengið greitt fyrir 12 kyrrsettar vélar næmi 225 milljónum dollara. 

Stikkorð: Boeing 737 MAX