*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 15. september 2017 09:20

„Æskilegast að boða til kosninga“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur það æskilegast að boða til kosninga eins fljótt og auðið er.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur það æskilegast að boða til kosninga eins fljótt og auðið er. Í gærnótt sleit Björt framtíð stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 

Ráðherrann skrifar á Facebook síðu sinni að: „síðustu dagar sýna okkur afdráttarlaust að þolinmæði samfélagsins gagnvart kynferðislegu ofbeldi og hvernig kerfið meðhöndlar slík brot og eftirmála þeirra er á þrotum. Kerfi sem einkennist af leyndarhyggju og stendur vörð um ofbeldismenn en ekki fórnarlömb er meingallað og djúpstæð vonbrigði þjóðarinnar með viðbrögð stjórnvalda í þessum málum er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega,“ skrifar Þorgerður Katrín. 

Að lokum skrifar sjávarútvegsráðherra að verkefni stjórnarmálanna sé að breyta úreltum kerfum og að uppræta sterka tilhneigingu ákveðinna hópa til að „standa vörð um sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni“.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is