Eigendur Húsasmiðjunnar, danska byggingarvörukeðjan Bygma, hafa flutt nokkuð hundruð milljónir króna inn í landið í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að félagið stefni að því að nýta féð til að auka hlutafé Húsasmiðjunnar.

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir í samtali við blaðið að eigendur hennar hafi mikla trú á rekstrinum. Bjartari tímar séu framundan í byggingargeiranum og markaðurinn verið að taka við sér.

Hjá Húsasmiðjunni starfa 450 manns og rekur fyrirtækið 16 verslanir víða um land.