Notendum Office 365 skýjaþjónustu Microsoft verður brátt boðið ótakmarkað geymslupláss á OneDrive. Þetta má sjá á heimasíðu Microsoft þar sem notendur geta skráð sig til að fá forskot á sæluna.

Til samanburðar hafa notendur Google Drive 30 GB hámark á geymsluplássi og Dropbox 32 GB handa gjaldfrjálsum notendum. Hafa ber í huga að notendur Office 365 greiða áskrift að þeirri þjónustu svo ótakmarkað geymslupláss verður þeim ekki fyllilega að kostnaðarlausu.

Líklegt er að samkeppnisaðilar muni svara þessu útspili Microsoft á næstu dögum.