Allt að 400 grömm af gulli fundust í hverju tonni af jarðvegi í Þormóðsdal fyrr í ár við rannsóknir breska fyrirtækisins NAMA þar. Borað verður eftir gulli þar á næsta ári, að sögn Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra NAMA.

Vilhjálmur segir í samtali við Fréttablaðið að nú sé verið að gera áætlanir um næstu skref, undirbúa boráætlun og sækja um leyfi.

Þormóðsdalur er í Seljadal norðan Búrfells.