„Gjaldið er gríðarlega mikill skaðvaldur og hefur valdið óvissu og óstöðugleika,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn ætlar í haust að breyta veiðigjaldinu sem núverandi ríkisstjórn lagði á. Bjarni lagði á það áherslu á fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að veiðigjaldið hafi lagst þungt á útgerðir landsins, það sé skaðvaldur.

„Sumar útgerðir eru ekki að skapa gjaldeyri. Þetta verður að stöðva,“ segir hann.

Bjarni sagði jafnframt að gildistöku sérstaka veiðigjaldsins, sem taka átti gildi í haust, verði frestað.