*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 23. nóvember 2016 11:02

Áætla að EBITDA verði allt að 2,7 milljörðum

Áætlað er að EBIDTA hagnaður Skeljungs á næsta ári verði á bilinu 2,4 til 2,7 milljarðar. Félagið býr sig nú undir skráningu á markað.

Ritstjórn
Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs.
Haraldur Guðjónsson

Áætlaðar fjárfestingar hjá Skeljungi á næsta ári nema 750 til 850 milljónum króna og EBITDA er áætluð á bilinu 2.400 til 2.700 milljónir króna. Þetta sagði Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, á fundi VÍB um skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Forsvarsmenn félagsins kynntu reksturinn en útboð á hlutum í félaginu verður dagana 28. til 30. nóvember. Bjöllunni í Kauphöllinni verður síðan hringt þann 9. desember.

Orkuspárnefnd spáir hægum vexti í eldsneytisnotkun og skýrist það að mestu leyti vegna samdráttar í eldsneytisnotkun bifreiða og fiskiskipa vegna tækniframfara og breyttra orkugjafa. Á móti kemur að spáð er miklum vexti í notkun flugvélaeldsneytis. Skeljungur hefur aukið hlutdeild sína á bensínmarkað jafnt og þétt frá árinu 2009.

Í skráningarlýsingunni kemur fram að 11,75% hluta í útgefanda eru boðnir til kaups í tilboðsbók A og þar er tekið við áskriftum að andvirði frá 100.000 kr. Til 10.000.000 kr. Á verðbilinu 6,1 – 6,9 krónum á hlut. Í tilboðsbók B eru boðnir 11,75% hluta og þar er tekið við áskriftum að andvirði yfir 10.000.000 að lágmarki á verðinu 6,1 kr. á  hlut.

Stikkorð: Skeljungur VÍB fundur skráning