Hópur fjárfesta hefur eignast tæplega 30% hlut í laxeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi í Tálknafirði í gegnum félagið Fiskisund, að því er fram kemur í Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Samkomulag er um að fjárfestarnir, sem fara nú þegar með meirhluta í stjórn, muni á næstu mánuðum eignast ríflega meirihluta í Fjarðalaxi en það starfrækir stærsta fiskeldið á Vestfjörðum.

Þau sem fara fyrir fjárfestahópnum eru Kári þór Guðjónsson, sem hefur verið ráðgjafi undanfarin ár, Halla Sigrún Hjartardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjárfestingabanka, og Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs.

Taprekstur Fjarðalax á síðasta ári nam 89 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 205 milljónir króna í lok síðasta árs.