Tíu teymi hafa verið valin til að þróa viðskiptahugmyndir sínar í Startup Reykjavík 2013 sem Arion banki og Klak Innovit standa að. Eitt verkefnanna sem styrkt hafa verið til þátttöku með 2 milljóna króna hlutafé frá Arion banka er Þoran Distillery. Markmið þess er að koma á laggirnar fyrstu viskíframleiðslunni á Íslandi og búa til fyrsta flokks, einmalts viskí til útflutnings.


Mikill upphafskostnaður

Birgir segir þetta fyrstu raunsæju tilraunina til að hefja framleiðslu á viskíi úr íslensku hráefni en hár upphafskostnaður hafi áður hindrað framleiðslu. Fjárhagsáætlun er ekki tilbúin en verið er að leita tilboða í útbúnað við framleiðsluna og verður áætlun gerð í kjölfarið. „Við erum búin að fá tilboð frá ýmsum stöðum og þau tilboð geta farið vel upp í 100 milljónir króna en við erum að vinna að leiðum til þess að minnka upphafskostnaðinn," segir Birgir. Hann giskar á að hann verði á bilinu 50-100 milljónir í besta falli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.