*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Innlent 1. október 2021 11:25

Ætla að halda stjórninni áfram

Katrín Jakobsdóttir tjáði Guðna Th. Jóhannessyni í morgun um þau áform að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram.

Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson.
Aðsend mynd

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, hefur upplýst Guðna Th. Jóhannesson forseta að stjórnarflokkarnir þrír muni halda ríkisstjórnarsamstarfi sínu áfram. Katrín og Guðni funduðu í morgun. „Forseti mun áfram fylgjast með gangi mála eftir þörfum,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hafa átt í viðræðum síðustu daga en öll þrjú hafa talað um vilja til að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Leiðtogarnir þrír komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem viðræður héldu áfram, samkvæmt frétt RÚV.