Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, hefur upplýst Guðna Th. Jóhannesson forseta að stjórnarflokkarnir þrír muni halda ríkisstjórnarsamstarfi sínu áfram. Katrín og Guðni funduðu í morgun. „Forseti mun áfram fylgjast með gangi mála eftir þörfum,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hafa átt í viðræðum síðustu daga en öll þrjú hafa talað um vilja til að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Leiðtogarnir þrír komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem viðræður héldu áfram, samkvæmt frétt RÚV .