Ekkert varð af áformuðu flugi Greenland Express milli Akureyrar og Danmerkur í morgun, eins og ráðgert var. Gert Brask, forstjóri Greenland Express, segir að ástæðan sé sú að leyfi hafi ekki verið tilbúin til þess að lenda á flugvellinum á Akureyri.

Brask segir að byrjað verði að fljúga annan júlí, á miðvikudag í næstu viku, en upphaflega stóð til að hefja flugtímabilið 17. Júni. Hann segir að flogið verði tvisvar í viku.