Evrópusambandið ætlar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að láta flóttamannasamkomulagið við Tyrkland virka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Tyrkir undirrituðu samning síðastliðin mars, sem felur í sér samstarf í tengslum við flóttamannavandann. Mikil ólga hefur ríkjað á Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns, en Evrópusambandið telur landið enn standa á nægilega sterkum stoðum og því sé enginn tilgangur í að breyta áætlunum.