Veitingakeðja Chipotle hefur verið í umtalsverðum erfiðleikum eftir E.coli faraldur á veitingahúsum þeirra. Fyrirtækið hefur þó verið að koma sér aftur á rétta braut og vilja núna ráða 5.000 nýja starfsmenn.

Á þessu ári ætlar fyrirtækið að opna 200 nýja staði. Fyrirtækið réði rúmlega 4.000 einstaklinga á svipuðum tíma í fyrra. Alls starfa um 60.000 manns hjá félaginu í Bandaríkjunum.

Chiptole skilaði tapi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Félagið hefur staðið í málaferlum við starfsmenn, sem saka það um vanefndir.

Chipotle hefur lækkað um 42% á árinu. Þrátt fyrir það eru ekki allir hræddir við félagið. Bill Ackman, stofnandi Pershing Square, keypti nýlega 9,9% hlut. Ackman er þekktur fyrir að taka virkan þátt í þeim félögum sem hann fjárfestir í.