Safilo Group SpA. hannar og framleiðir gleraugu fyrir Dior, Fendi og Hugo Boss. Fyrirtækið ætlar sér núna að ráðast í framleiðslu á snjallgleraugum. Safilo mun kynna hugmyndir sínar á ráðstefnu í Las Vegas, í byrjun janúar.

Ólíkt Google glass, verða gleraugun ekki útbúin myndavélum og skjáum. Eini tilgangur þeirra er að mæla hjartslátt og heilabylgjur, en upplýsingarnar munu svo vistast á smáforriti.

Fyrirtækið er næst stærst í gleraugnabransanum og er aðal samkeppnisaðili Luxottica group. Safilo er skráð á hlutabréfamarkað á Ítalíu, en gengi bréfanna hefur lækkað um ríflega 25% frá áramótum.