Háskólinn á Bifröst hefur stofnað félag um rekstur Hótels Bifrastar og er markmiðið að selja félagið innan nokkurra ára. Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hótelið hafi verið rekið með tapi undanfarin tvö ár og að það hafi verið fjárhagslegur baggi á háskólanum.

Hann áætlar að árið 2013 hafi tap af rekstri hótelsins numið um 18 milljónum króna, en á sama tíma námu tekjur skólans 788 milljónum. „Þetta bara gengur ekkert upp að vera að tapa á þessu. Skólinn hefur ekkert efni á því. Við höfum bara verið að snúa þessum rekstri við og ég veit að það fór langleiðina í fyrra, 2014, að ná í gegnum þetta.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Mikil eftirspurn var eftir bréfum Reita.
  • Ekki er búið að klára fjármögnun Matorku.
  • Allt stefnir í verkfall BHM eftir páska.
  • Störukeppni ESB og Grikklands heldur áfram.
  • Frosti Sigurjónsson vill umbylta peningakerfinu.
  • Frumvarp um Landmælingar gæti reynst dýrkeypt.
  • Eva Rún Michelsen,framkvæmdastjóri Húss sjávarklasans, er í ítarlegu viðtali.
  • Þyrí Dröfn Konráðsdóttir er nýr markaðsstjóri N1.
  • Björn Hlynur Haraldsson ræðir um nýja gamanmynd sem verður frumsýnd í apríl.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr fjallar um launakröfur og Óðinn skrifar um Seðlabankann.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira