Reiknað er með að rekstrarhagnaður norræna flugfélagsins SAS hafi numið 568 milljónum sænskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tíu milljörðum íslenskra króna.

Fram kemur í fréttum Börsen í dag af flugfélaginu að stjórnendur þess hafi tekið reksturinn í gegn í því augnamiði að laga reksturinn til og bæta fjárhagsstöðuna. Þar á meðal er sala á eignum sem ekki tengjast kjarnastarfsemi SAS og bæta endurfjármögnun félagsins. Salan á að skila félaginu þremur milljörðum sænskra króna, jafnvirði tæpra 60 milljarða íslenskra króna.