„Þessi peningar fara allir í að efla og stækka Fashion Academy Reykjavík og byggja upp verslanir E-Label,“ segir athafnamaðurinn Jón Ólafsson, stjórnarformaður félagsins Joco ehf. Eins og fram kom á vb.is í dag nýtti félagið sér fjárfestingarleið Seðlabankans og kom með rúmlega 276 milljónir króna inn í landið. Félagið á m.a. tískuskólann Fashion Academy Reykjavík og keypti fyrir einu og hálfu ári síðan fatamerkið E-Label.

Börn Jóns eru eigendur Joco ehf og er Jón stjórnarformaður félagsins. Eigendur Joco eru öll skráð til heimilis í Bretlandi, samkvæmt síðasta ársreikningi Joco fyrir uppgjörsárið 2011.

E-Label rekur verslun á Laugarvegi og opnaði rétt fyrir mánaðamótin verslun í Smáralind.