Fyrirhugað er að ráðast í stækkunar flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli í vetur vegna mikillar fjölgunar farþega undanfarin ár. Þeir voru rúmlega 2,7 milljónir talsins í fyrra sem var met. Með stækkun flugstöðvarinnar eiga afköst hennar að aukast enn frekar fyrir næsta sumar.

Fram kemur í tilkynningu frá Isavia, rekstraraðila flugstöðvarinnar, að ráðgert er að reisa viðbyggingu með kjallara og tveimur hæðum við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar, samtals nærri 5.000 fermetrar að flatarmáli. Þar verða sex brottfararhlið sem þjóna munu svonefndum fjarstæðum í grennd við flugstöðina og verður farþegum ekið til og frá flugvélum í  sérbyggðum rútubifreiðum.

Nýja viðbyggingin á að auka sveigjanleika flugstöðvarinnar og auðvelda afgreiðslu á háannatíma. Hönnun og byggingarform hússins verður einfalt og með þeim hætti að sem mestur sveigjanleik náist í rekstri. Þá verður einnig fljótlega hafin stækkun farangursflokkunarkerfisins sem tvöfalda mun afkastagetu þess fyrir sumaráætlun þessa árs, að því er segir í tilkynningu.

Hér má sjá hvernig flugstöðin mun líta út.

Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli með breytingum.
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli með breytingum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli með breytingum.
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli með breytingum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)