Á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands á þingi Norðurlandaráðs í gær var mikið rætt um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 29. mars næstkomandi. Þingið fer fram í Osló í Noregi.

Sagðist Katrín May að Íslendingar fylgist náið með útgöngunni að því er Morgunblaðið greinir frá enda skipti góð samskipti ríkjanna miklu máli, bæði vegna sterkra viðskipta og stjórnmálatengsla þeirra sögulega.

„Það var sérstakt fagnaðarefni að það var skýr vilji hjá May, og mér líka, að óháð því hvaða lausn finnst á Brexit þá verða réttindi borgara okkar ríkja tryggð. Þau verða óbreytt hvort sem það eru Íslendingar búsettir í Bretlandi eða Bretar á Íslandi,“ segir Katrín.

Katrín sagði May ekki hafa gefið hugmyndum um að Bretland kæmi inn í EES samninginn milli EFTA og ESB vel undir fótinn. „[May] talaði meira um að þau væru að stefna að tvíhliða samningum.“