*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 24. október 2015 12:25

Ætla að verða stærstir í heimi

Íslenska fyrirtækið Vizido kveðst hafa þróað einstakt skipulagsforrit. Mikil tækifæri á markaðnum að mati framkvæmdastjóra.

Jóhannes Stefánsson
Haraldur Guðjónsson

„Við höfum mikinn metnað og ætlum að verða stærstir í heimi innan tveggja ára.“ Þetta segir Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri íslenska félagsins Vizido ehf. Félagið var stofnað í sumar til að vinna að þróun sjónræns „todo“ smáforrits eða apps sem á að hjálpa notendum til við að muna eftir hlutum. Pétur segir að hugmyndin hafi kviknað fyrir um ári.

Leysi stórt mannlegt vandamál

„Vizido appið er það sem við köllum á engilsaxnesku Visual to-do app. Appið virkar þannig að þú tekur mynd eða skjáskot til þess að muna eitthvað í stað þess að hamra það inn í símann þinn með texta. Við erum að reyna að leysa risastórt mannlegt vandamál sem við köllum to-do angistina, sem hefur margar hliðar,“ segir Pétur.

„Ein hliðin er sú þegar þú rekst á eitthvað í raunheimum eða skjá- heimum, oft í símtækinu, og það minnir þig á eitthvað sem þú vilt gera eða þarft að gera. Önnur hlið á angistinni er þessi tilfinning um hvort allt sé í góðu. Er líf mitt skipulag og í reglu? Í þriðja lagi, sem er kannski jákvæðasta myndin af to-do angistinni. Segjum að þú sért í framkvæmdaham, að þú sért heima um helgi eða að koma í vinnuna – hvað áttu eftir að gera?“ segir Pétur, en Vizido appið geti hjálpað til við að leysa alla þessa þætti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.