Þrjú stærstu flugfélög Þjóðverja reikna ekki með því að bjóða upp á flug hingað til lands allt árið um kring. Fram kemur á netmiðlinum Túristi að vélar félaganna hafi lent 93 sinnum í Keflavík í júlí og sjái félögin í flugi hingað á aðalferðamannatímanum. Ekki er talið borgga sig að fljúga hingað utan hans.

Fra kemur á vef Túrista að þýska flugfélagið Airberlin var þriðja umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí. Hin flugfélögin þýsku eru Lufthansa og German Wings. Næsta sumar eru níu ár liðiin frá því flug á vegum Airberlin hófst hingað til lands.

Forsvarsmenn flugfélaganna þriggja segja í samtali við Túrista reikna með að Íslandsflug einskorðist áfram við aðalferðamannatímann.

Á síðasta ári komu 65.000 þýskir ferðamenn hingað. Það var tæplega 20% fjölgun á milli ára, að því er segir á vef Túrista .