Stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir eru sagðir hafa ákveðið að taka ekki tilboði Kaupskila, stærsta eiganda Arion banka, um að að kaupa hlut í bankanum. Þar með er talið útséð um þátttöku annarra lífeyrissjóða í tilboðinu vegna skorts á fjárhagslegu bolmagni að því er Morgunblaðið segir frá.

Um er að ræða Lífeyrissjóð verslunarmanna, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Gildi lífeyrissjóð og Birtu, og var þeim boðið að kaupa að minnsta kosti 5% hlut í bankanum á um 9 milljarða íslenskra króna.

Ástæðan er sögð sú áhætta sem fylgir því að ekki er búið að ganga frá skráningu bankans á markað.

Fleiri fréttir um málið: