Henrik Gade Jepsen, forstöðumaður fjárfestinga hjá danska lífeyrissjóðnum ATP, segir í skriflegu svari vegna fyrirspurnar Viðskiptablaðsins um yfirfærslu á fasteignalánasafni FIH til danska ríkisins og áhrif hennar á lánið frá Seðlabanka Íslands, að fyrir hendi sé ferli til þess að taka á slíku máli í samningi seðlabankans við FIH Holding (eiganda FIH). Hann eigi ekki von á því að staða Seðlabanka Íslands verði önnur en ef lánasafnið hefði áfram verið í eigu FIH.

Í dönskum fjölmiðlum hefur verið greint frá því að dsönsku lífeyrissjóðirnir, sem keyptu FIH af Seðlabanka Íslands, ætli nú að selja bankann; fullyrt er að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hversu vond staða FIH var og að kaup þeirra á honum hafi verið misráðin.

Að því er varðar mögulega sölu á FIH sé einnig að finna ákvæði um slíkt í samningnum. Öfugt við það sem danskir fjölmiðlar hafa fullyrt segir Jepsen að ATP lífeyrissjóðurinn hafi engin áform um að selja sinn hlut í FIH.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.