Hörður Ágústsson, stofnandi Maclands, tók stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og lauk svo prófi frá Háskólanum í Reykjavík, með smá millistoppi í stjórnmálafræði. Hann segist hafa komist fljótlega að því að hann hefði ekki áhuga á stjórnmálafræði. „Náfrændi minn er Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og það hafði alltaf verið sú pæling að verða stjórnmálamaður. En ég sá fljótt að það var ekki eitthvað fyrir mig. Svo fór ég í HR og kláraði hann 2003 og þar sá ég tvo möguleika; annaðhvort að fara í bankakerfið eða ekki. Ég valdi að fara ekki í bankakerfið. Ég sá ekki fyrir mér að geta verið í jakkafötum það sem eftir var ævinnar,“ segir Hörður.

Hann segist hafa unnið mikið með skóla, bæði í Verzló og HR. „Þannig að ég er búinn að vera með 100% vinnu á minni ferilskrá frá 1998. Ég hef alltaf unnið mjög mikið og byrjaði að vinna fjórtán ára i kjörbúðinni í hverfinu. Ég var alinn upp við þau gildi að maður þurfi að læra að vinna fyrir sér og skilja hvað hugtakið að vinna fyrir sér þýðir. sem er því miður ekki svo algengt hjá ungu kynslóðinni í dag,“ segir Hörður.

Ítarlegt viðtal við Hörð birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .