Elon Musk, auðkýfingurinn sem boðist hefur til að kaupa Twitter, segir að það hafi verið siðferðislega röng ákvörðun af hálfu stjórnenda samfélagsmiðilsins Twitter, að banna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Það hafi grafið undan trausti til miðilsins.

Musk náði nýlega samkomulagi við stjórn Twitter um kaup á samfélagsmiðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Það gerði hann m.a. til að stoppa þá ritskoðun sem margir hægrimenn telja sig upplifa þar inni.

„Ef það eru einhver „tweet” sem eru röng og slæm (e. wrong and bad), væri frekar viðeigandi að eyða tweetinu og gefa viðkomandi tímabundið bann,” sagði Musk.

Telur hann að varanlega bannið á fyrrverandi forsetann hafi aukið við vinsældir hans meðal öfga hægrimanna