Einar Björn Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf., ætlar að bjóða í jörðina Fell á uppboði sem fer fram þann 4. mars á næsta ári. „Það sem vakir fyrir mér núna er að eignarhald á jörðinni komist í hendur eins lögaðila en ekki sundurslitins hóps," segir Einar í samtali við Viðskiptablaðið.

Aðspurður segir hann það vel koma til greina að fá fleiri til liðs við sig til að fjármagna kaupin. Ekkert sé þó ákveðið í þeim efnum og ekki útilokað að hann fjármagni kaupin einn síns liðs. Félög í eigu Einars áttu í árslok 2013 handbært fé sem nam rúmlega 550 milljónum króna. Hann segist ekki geta gefið upp á þessu stigi máls hverjir það kynnu að vera sem kæmu að fjármögnun samhliða honum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Nýtt hótel á Siglufirði
  • Norrænir lífeyrissjóðir á meðal fjárfesta í Silicor Materials
  • Farið yfir helstu þingmálin
  • Reykjanesbær hækkar skatta og lækkar laun
  • Lækkun olíuverðs kemur íslenskum heimilum vel
  • Bergþóra og Jóel í Farmers Market eru í ítarlegu viðtali
  • Ölgerðin Egill Skallagrímsson heimsótt
  • Stefán Máni hefur stofnað félagið Kölska ehf.
  • Svipmynd af Kristínu Haraldsdóttur, ráðgjafa nýs innanríkisráðherra
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Ríkisútvarpið