George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, var harðorður í garð landa sinna sem hafa komið sér undan því að greiða ríkinu skatt og flutt fjármuni sína í skattaskjól. Ný gögn breskra skattayfirvalda benda til að rúmlega hundrað auðugust einstaklinga sem búsettir eru á Bretlandi geyma fé sitt falið undan augum yfirvalda í erlendum skattaskjólum.

Haft er eftir Osborne á vef breska dagblaðsins Guardian að endurskoðendur og aðrir hjálparkokkar auðmannanna séu samsekir um undanskotin og muni yfirvöld finna féð.

„Skilaboðin eru einföld,“ sagði Osborne. „Ef þú hefur stungið undan skatti, þá munum við elta þig uppi.“