Norðurorka á Akureyri hefur stofnað dótturfyrirtækið Vistorku ehf. Um er að ræða 18 mánaða verkefni og hefur Guðmundur H. Sigurðarson verið ráðinn framkvæmdastjóri. Hann verður eini starfsmaður Vistorku á því tímabili. Verkefnið er í 99% eign Akureyrarbæjar.

Stofnun Vistorku á sér langan aðdraganda og er afrakstur samvinnu margra aðila á svæðinu eins og Norðurorku, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Mannvits, Háskólans á Akureyri, Tækifæris og Orkuseturs.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Guðmundur að verkefnið snúist um að styrkja stoðirnar og koma nýjum verkefnum af stað. „Eitt verkefni sem er í gangi núna á höfuðborgarsvæðinu er samstarfsverkefni Sorpu og Lífdísils ehf. og snýst um að vinna olíu úr dýravitu, við reiknum með að fylgja í kjölfarið,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .