Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ætlar að láta af störfum í haust. Hann sendi starfsfólki tölvupóst í gær þar sem hann greindi því frá ákvörðun sinni. Í póstinum skrifar Einar að þetta séu mikil tímamót í lífi sínu og ætli hann að taka sér frí í næstu viku.

Vísir fjallar um málið og birti tölvupóstinn í heild sinni í gær.

Einar tók við starfi forstjóra Olís í ársbyrjun 1993. Hann og fleiri stjórnendur fyrirtækisins keyptu svo Olís árið 2003. Fyrirtækið var á þessum tíma skráð í Kauphöll. Það var í kjölfarið afskráð. Í september árið 2012 var svo greint frá því að Samherji og FISK Seafood, félag Kaupfélags Skagfirðinga, hafi keypt meirihluta hlutafjár í Olís.