Norðurá kvaddi Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) með reisn síðasta sumar þegar metveiði varð í ánni en alls veiddist 3.351 lax. Næsta sumar verður það fyrsta í tæplega 70 ár sem félagið verður ekki með Norðurá á leigu. Norðurárbændur munu sjálfir sjá um ána en hafa fengið Einar Sigfússon, sem oft er k e n n d u r við Haffjarðará, til liðs við sig.

„Ég er að selja veiðileyfi fyrir bændurna en svo kem ég líka til með að reka veiðihúsið og sjá um það allt saman,“ segir Einar í samtali við Viðskiptablaðið. „Í heildina erum við að tala um 1.700 stangardaga í Norðurá sem við þurfum að selja. Þetta er gríðarlega stór pakki en við erum búnir að selja stóran hluta af leyfunum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .