Varfærnir fjárfestar sem kunna að vera yfirvigtaðir í Eimskipum ættu hugsanlega að skoða að minnka hlut sinn niður í markaðsvigt, segir IFS Greining í dag.

IFS hefur tekið hlutabréf í Eimskip tímabundið af lista þeirra félaga sem  IFS gefur álit á. Ákvörðunin er vegna húsleitar Samkeppniseftirlitsins hjá Eimskip í morgun. Eimskip og Samskip eru grunuð um ólöglegt samráð.

Ákvörðun IFS felur í sér að síðasta virðismat er ógilt þar til frekari upplýsingar um rannsókn Samkeppniseftirlitsins berast.