© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
"Við ættum að opna veitinigastað á hverjum degi á næstu þremur til fjórum árum í Kína," segir Peter Rodwell forstjóri skyndibitakeðjunnar McDonald's í Asíu. "Núna erum við að opna veitingastað annan hvern dag." Eftirspurn eftir skyndibita hefur aukist mikið í Kína.

Rodwell segir að stefnt sé á að fjölga McDonalds veitingastöðum í Kína úr 1.300 í 2.000 fyrir árið 2013. Opni McDonald's veitingastað á dag getur keðjan náð ráðndi stöðu á skyndibitamarkaði í Kína.

McDonald's beitir sérstöku einkaleyfiskerfi . Flestir þeirra veitingastaða sem reknir eru undir merkjum fyrirtækisins eru í eigu þess sem rekur þá og hann greiðir í staðinn einkaleyfisgjald til McDonald's. Í Kína eru einungis 6% McDonald's veitingastaða með slíkt einkaleyfi. Stefnt er að því að hlutfallið nái 20% innan sex ára.