Tamningamaðurinn Aníta Margrét Aradóttir stofnaði nýverið fyrirtækið Icehorse Extreme sem mun sérhæfa sig í að skipuleggja sérstakar kappreiðar og hestaferðir hér á landi.

Innblásturinn kemur frá Mongol Derby sem er þúsund kílómetra kappreið í Mongólíu sem Aníta Margrét tók sjálf þátt í á dögunum.

„Hugmyndin varð í raun til áður en ég fór að keppa í Mongólíu,“ segir Aníta um tilurð fyrirtækisins. „Mér datt í hug að ef einhver lönd henta í svona ofurkappreiðar þá eru það Ísland og Mongólía, þar sem landslagið og veðurfarið er nokkuð rosalegt í báðum löndum.

Hestakynin eru einnig mjög lík og skyld. Svo er mikið til af erlendu ævintýrafólki sem er að leita að nýjum ævintýrum og er vel efnað í þokkabót. Núna er Ísland í tísku þannig að mér sýndist þetta vera rétta tækifærið,“ segir Aníta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .